Fjöruverðlaun

Fjöruverðlaun 2017

Fjöruverðlaunin voru afhent í gær, fimmtudaginn 19. janúar, við hátíðlega athöfn. 

Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur hlutu verðlaun í flokki fagurbókmennta. Í flokki barna- og unglingabókmennta hlaut bókin Íslandsbók barnanna verðlaunin, eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur. Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis hlaut bókin Heiða - fjalldalabóndinn verðlaunin en hún er eftir Steinnni Sigurðardóttur. 

Verðlaunin voru veitt í ellefta sinn og var það Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem afhenti þau.

Hér má lesa nánar um Fjöruverðlaunin.