Fjölmenningardagur

Laugardaginn 4. júní var Fjölmenningardagur Reykjanesbæjar haldinn í Bókasafninu. Kynningarnar voru fjölbreyttar og nemendur frá Tónlistarskóla 

Reykjanesbæjar komu fram.

 

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs kynnti réttindi innflytjenda og Sveindís Valdimarsdóttir verkefnisstjóri MSS kynnti Lingua Cafè.

 

Maria Shishigina Pálsson frá Yakutsk í Síberíu kom í glæsilegum kjól með skarti sem brúðir fá við giftingu. Hún sýndi myndir frá heimalandi sínu, margs konar muni og spilaði á sérstaka gerð munnhörpu. 

 

Jurgita Milleriene kynnti móðurmálskennslu fyrir tvítyngd börn en kennslan hefur farið fram í Myllubakkaskóla. 

 

Að dagskrá lokinni bauð Angela í Ráðhúskaffi upp á kaffi og íslenskar flatkökur og kleinur.

Fjölmenningardagur