Fjölmenni í Notalegri sögustund
30.01.2017
Fjölmenni í Notalegri sögustund
Síðastliðinn laugardag var Notaleg sögustund með Höllu Karen í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Halla Karen las og söng um prakkann Emil í Kattholti sem flest börn þekkja. Óhætt er að segja að fjölmennt hafi verið í sögustundinni en um 100 foreldrar og börn komu þegar mest var.
Þrisvar sinnum í mánuði eru Notalegar sögustundir en fyrsta laugardag hvers mánaðar er Notaleg sögustund á pólsku með Nicole og annan laugardag hvers mánaðar er Notaleg sögustund á ensku með Ko-Leen. Síðasta laugardag hvers mánaðar er svo Notaleg sögustund á íslensku með Höllu Karen.
Þegar sögustundirnar eru er tilboð í Ráðhúskaffi fyrir börnin; 1/2 panini og safi eða kókómjólk á 500 kr,-