Fallegir margnota taupokar saumaðir fyrir umhverfið

Fjölmargir fallegir margnota taupokar hafa verið saumaðir í safninu á viðburðinum „Saumað fyrir umhverfið“ sem fer fram fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 12-14. Viðburðurinn er hugsaður sem umhverfisátak - til að vekja fólk til umhugsunar um ofnotkun plasts og til að draga úr notkun plasts, til dæmis plastpoka undir bækur til útlána í safninu. 

Í miðju safnsins eru settar fram saumavélar og saumað er úr efni og gömlum fötum sem bókasafnið hefur fengið eða þátttakendur hafa komið með sjálfir. 

Pokarnir fara allir í Pokastöð bókasafnsins en Pokastöðvar eru til í nokkrum sveitarfélögum á Íslandi en það er stöð þar sem fólk getur fengið að láni margnota taupoka, t.d. í bókasafninu og matvöruverslunum. Margir eiga það til að gleyma margnota pokum heima og þá er hægt að fá taupoka að láni og skila honum síðar á hvaða Pokastöð sem er.

saumað fyrir umhverfið

saumað fyrir umhverfið

saumað fyrir umhverfið