Fallegir listpeningar á fullorðinsföndurkvöldi

Í tilefni myndlistarsýningarinnar List sem gjaldmiðill – ARTMONEY NORD sem nú stendur yfir í Átthagastofu Bókasafnsins var boðið upp á ARTMONEY vinnustofu í bókasafninu 20. september þar sem hægt var að búa til sinn eigin listpening.

Um 20 manns mættu á fimmtudagskvöldi og föndruðu fjöldan allan af fallegum listpeningum. Artmoney Nord er myndlistarverkefni þar sem listamenn af Norðurlöndunum skapa sinn eigin gjaldmiðil. Artmoney er val um „gjaldmiðil“ þar sem hægt er að velta fyrir sér hvað er sanngjarnt menningar- og efnahagslegt verðgildi í listum.

fullorðinsföndur - list sem gjaldmiðillfullorðinsföndur list sem gjaldmiðill