Falleg verk á silkiþrykk námskeiði

Góð þátttaka var á silkiþrykk námskeiði sem haldið var í bókasafninu laugadaginn 18. ágúst með bandarísku myndlistarkonunni Gillian Pokalo. 

Gillian hefur haldið svipað námskeið í bókasafninu undanfarin sumur og hafa alltaf færri komist að en vilja.

Landslagið á Íslandi hefur verið Gillian mikill innblástur og hélt hún sýningu á verkum sínum í Listastafni Reykjanesbæjar í Duus-húsum sumarið 2017.