Erlingskvöld haldið í 17. sinn

Hið árlega Erlingskvöld var haldið í Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 28. mars kl. 20.

Á hverju ári er haldið upplestrarkvöld í tilefni afmælis Erlings Jónssonar listamanns og var þetta í 17. sinn sem upplestrarkvöldið var haldið í bókasafninu.

Þrír höfundar lásu upp úr nýjum verkum sínum. Sigursteinn Másson las upp úr bókinni Geðveikt með köflum, Sólveig Jónsdóttir las upp úr bókinni Heiður og Þórarinn Eldjárn las upp úr ljóðabókinni Vammfirring.

Söngkonan Fríða söng nokkur lög í upphafi kvölds og frumflutti meðal annars nýtt lag sem kemur út á væntanlegri sólóplötu.

Erlingskvöld er alltaf styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurnesja.

FRÍÐA DÍS GUÐMUNDSDÓTTIR SYNGUR

þórarinn eldjárn les