Bréfamaraþon Amnesty International
			
					04.12.2015
						 - 
			18.12.2015
						
	
	Föstudaginn 4. desember hófst bréfamaraþon Amnesty International. Bréfamaraþon gengur út á það að senda stjórnvöldum, sem brjóta mannréttindi, bréf og þrýsta um leið á umbætur. Einnig eru þolendum mannréttindabrota sendar stuðningskveðjur og þannig minnt á þeim hefur ekki verið gleymt. Tilbúin bréf til stjórnvalda verða til staðar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Bréfamaraþonið stendur til 18. desember og eru allir hvattir til að kíkja við og kynna sér málið.
 
						 
				 
 