Borðspil til útleigu

Laugardaginn 8. júní hefst ný þjónusta í Bókasafni Reykjanesbæjar. 

Nú hefjum við útleigu á borðspilum sem henta öllum aldurshópum. Borðspilin eru til útleigu í 7 daga í senn og leigjast út til þeirra sem eru 18 ára og eldri. Að sjálfsögðu verður öllum leyfilegt að spila spilin á safninu hvenær sem er.