Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins

Tvöfalt gler

 

Halldóra K. Thoroddsen rithöfundur hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir bókina Tvöfalt gler en verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Brussel þann 23. maí.  Tibor Navracsics, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins í menningar- og menntamálum afhendir verðlaunin. Halldóra fékk einnig Fjöruverðlaunin fyrir bókina Tvöfalt gler.

Bókin Tvöfalt gler fjallar um ástir eldra fólks en í bókinni fær lesandi að skyggnast í hugarheim konu sem er komin vel á áttræðisaldur. í bókinni er komið inn á margt fleira en ástir en tekið er á mörgum álitamálum í nútímasamfélagi.

 

Hér má sjá viðtal við Halldóru í Kiljunni og hér gagnrýni úr Kiljunni.