Bókasnattið fer í frí

Vegna hertra aðgerða og ráðlegginga frá heilbrigðisyfirvöldum þurfum við því miður að draga úr þeirri þjónustu sem við höfum verið að veita varðandi Bókasnatt til þess að fyrirbyggja mögulega smithættu. Við munum að sjálfsögðu skoða hvort hægt verði að bjóða þessa þjónustu aftur þegar léttir á aðgerðum yfirvalda. Við minnum á að það er ekki nauðsynlegt að skila bókum á meðan á þessum aðgerðum stendur og að engar sektir eru rukkaðar.