Bókasafnið hlýtur styrk úr Bókasafnasjóði

Bókasafn Reykjanesbæjar hlaut á dögunum styrk úr Bókasafnasjóði fyrir verkefnið „Heima er þar sem hjartað slær“ en þar er sjónum beint að konum sem koma víðsvegar að úr heiminum og valdeflingu kvenna í fjölmenningarsamfélagi með ferðalagi milli byggðarlaga. Samstarfssöfn okkar eru Dalvíkurbyggð, Ísafjarðarbær, Árborg og Múlaþing. Farið verður með vinnustofur milli landshluta og unnið með upplifun kvenna á hugmyndinni um heimili, þvert á þjóðerni.

Unnið er með upplifun kvenna á hugmyndinni um heimili, þvert á þjóðerni. Afrakstur vinnunnar er þar sem hver kona túlkar hennar skynjun á "heima" með klukkuverki.

Ellefu verkefni hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni.

https://www.rannis.is/frettir/uthlutun-ur-bokasafnasjodi?fbclid=IwAR3-InqKTe1hs_W6IIK9JRGNiY402kTpRUKvpNmXG1YVkmAK2HObBNnVjCM