Bókasafnið er opið en fjöldatakmarkanir taka gildi

Bókasafn Reykjanesbæjar er opið samkvæmt venju en vegna hertra sóttvarnaraðgerða gilda fjöldatakmarkanir í hús. Miðað er við 20 manns en börn fædd 2005 og yngri teljast ekki með. Starfsfólk heldur snertiflötum hreinum og heldur áfram að þrífa bækur, spil, myndir og annað sem er til útláns. Gestir safnsins eru beðnir um að spritta hendur þegar komið er inn í safnið og virða fjarlægðartakmörk. Vinnu- og lesrými safnsins er lokað sem og kaffihúsið. Fyrst og fremst er safnið opið til að skila og fá lánað.

 

Rafbókasafnið er opið allan sólarhringinn fyrir handhafa bókasafnskorta:

www.rafbokasafnid.is

Nánari leiðbeiningar:

https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn/safnakostur/rafbokasafnid

 

Við minnum á allar bækurnar sem vilja láta lesa sig og skoða. Þeim hundleiðist hérna á safninu.

bækur og lauf

 

Ef þú vilt að við tökum saman  bækur fyrir þig hvetjum við þig til að hringja í síma: 421 6770 eða senda okkur póst á netfangið bokasafn@reykjanesbaer.is

 

Við erum öll almannavarnir!