Bókasafnið er grænt og vænt

Sjálfboðaliðar að verki - gleðin við völd
Sjálfboðaliðar að verki - gleðin við völd

Nú er komið að lokum verkefnis þar sem Garðyrkjufélag Suðurnesja og Bókasafn Reykjanesbæjar unnu saman að Andrými. Verkefni eins og Andrými bjóða upp á skipulagstæki sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun svæða, og til að auka fjölbreytta notkun almennings á svæðinu.

Verkefnið sem unnið var með í sumar var garður austanmegin við Ráðhús Reykjanesbæjar. Garðurinn var fegraður með nýjum plöntum, sett voru sæti og bekkur auk þess sem gróðursett var grænmeti. Íbúar mega taka sér grænmeti til eigin nota en vonandi mun fjölbreyttnin aukast á næstu árum. Fjölmargir sjálfboðaliðar komu að verkefninu og er öllum þökkuð fyrir skemmtilega og gefandi samvinnu.

Frétt Víkurfrétta:

https://www.vf.is/mannlif/utbua-huggulegan-gard-fyrir-baejarbua