Bókasafn Reykjanesbæjar opnar aftur

Þann 4. maí mun safnið opna aftur en með takmörkunum. 
Opnunartíminn verður hefðbundinn, virka daga kl. 9.00-18.00 og laugardaga kl. 11.00-17.00
 
Um sinn er ekki leyfilegt að vera fleiri en 50 inni í safninu (með starfsfólki). Því biðlum við til gesta að staldra stutt við í safninu, taka og skila, spritta sig, nota hanska og auðvitað að virða 2 metra regluna. 
 
Við viljum einnig benda á að engin dagblöð munu liggja frammi og öll aðstaða til þess að setjast niður og lesa hefur verið fjarlægð eða lokuð. Lesherbergi og salerni eru einnig lokuð um sinn. Bendum gestum á að  nota snertilausar greiðslur.
 
Skiladagur allra bókasafnsgagna hefur verið framlengdur til 14. maí og eru engar dagsektir reiknaðar fram að þeim degi.
 
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar