Betri leiðir fyrir notendur

BETRI LEIÐIR FYRIR NOTENDUR

Við erum að innleiða og kynna breyttar áherslur á afgreiðslu bókasafnsins. Nú er hægt að hafa beint samband við okkur annað hvort í gegnum netspjall á vefnum, í gegnum samfélagasmiðla, hringja í síma 421-6770 eða með því að senda á netfangið bokasafn@reykjanesbaer.is.

Breyting á opnunartíma þjónustu Bókasafnsins.

 Þessar breytingar tóku gildi þann 1. mars sl.:

  • Bókasafnið er opið milli kl. 9.00 - 18.00 alla virka daga og 11.00 - 16.00 á laugardögum. Lokað er á laugardögum í júní, júlí og ágúst.
  • Á milli 9.00 - 10:00 er opið fyrir sjálfsafgreiðslu og afgreiðslan opnar kl. 10.00.
  • Netspjall er opið alla virka daga milli kl. 9.00-15.30 á sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn
  • Hægt er að senda inn fyrirspurnir á bokasafn@reykjanesbaer.is. Öllum fyrirspurnum er svarað innan 24 tíma.
  • Rafbókasafnið er alltaf opið; rafbokasafn.is

Það er okkar von að þessar breytingar skili sér í bættri þjónustu og skjótari afgreiðslu.

 

Kær kveðja,

Starfsfólk Bókasafnsins