Arnar Már fær verðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Sölvasaga unglings

Menntaskólakennarinn og höfundurinn Arnar Már Arngrímsson fær verðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bestu barna- og unglingabókina. Tilkynningin barst við hátíðlega athöfn í tónlistarhúsi danska ríkisútvarpsins. 

Bókin Sölvasaga unglings fjallar um unglingspilt sem tekst á við nútímann í andstæðum veruleika; í Reykjavík og í sveitinni hjá ömmu sinni. Hann flýr gjarnan á vit veraldarvefsins því mannleg samskipti geta reynst honum erfið. Hann uppgötvar rapp og finnur þar leið til að tjá sig.

Bókin er að sjálfsögðu til í Bókasafni Reykjanesbæjar og ef hún er í láni tökum við hana frá fyrir þig og hringjum svo þegar þú getur komið og sótt hana. 

 

Hér má lesa frétt á vef Ríkisútvarpsins