Áreiðanleiki frétta

Áreiðanleiki frétta og gagnrýnin hugsun

 

Árið 2016 birti IFLA (The International Federation of Library Associations and Institutions ) ,sem eru alþjóðleg samtök bókasafna, bloggfærslu sem útskýrði í átta einföldum skrefum hvernig hægt er að koma auga á falskar fréttir eða plat-fréttir. Nú þegar notkun samfélagsmiðla er orðin gífurleg út um allan heim er nauðsynlegt að beita gagnrýnni hugsun við lestur ýmissa greina og frétta sem við lesum á veraldarvefnum. IFLA hefur beitt sér fyrir því að auka læsi fólks og gagnrýnin hugsun er mikilvægur þáttur í læsi. Við hvetjum að sjálfsögðu okkar gesti að skoða þessa mynd og jafnvel prenta hana út og deila sem víðast. Hér má lesa nánar um málið.

Skrefin eru þessi:

1) Athugaðu hvaðan heimildin er. Kannaðu síðuna sem fréttin er birt á.

2) Lestu áfram! Sumar fyrirsagnir geta verið hryllilegar til þess eins að smellt sé á þær. Lestu alla fréttina og vertu viss um hvað fréttin er.

3) Kannaðu höfundinn. Þú getur kannað á t.d. Google hvort höfundurinn sé í raun og veru til og hversu áreiðanlegur hann er.

4) Heimildir. Kannaðu hvort heimildirnar sem vinað er í, séu í raun og veru réttar.

5) Kannaðu dagsetninguna. Athugaðu hvenær fréttin var skrifuð. Löngu úreltar fréttir geta gefið ranga mynd af núverandi ástandi.

6) Er þetta grín? Kannski á fréttin að vera ádeila eða kaldhæðni, kannaðu höfundinn og síðuna sem fréttin birtist á til að vera viss.

7) Kannaðu eigin hlutdrægni. Þínar skoðanir geta verið rótgrónar og haft áhrif á þína dómgreind.

8) Leitaðu til sérfræðinga. Gott er að leita til bókasafnsfræðinga til að kanna áreiðanleika heimilda og einnig eru til síður sem kanna áreiðanleika. Hér er t.d. listi yfir 10 slíkar síður. 

 

IFLA