Fréttir Duus Safnahúsa

Nemendakynningar ,,Reykjanesbær - Verndarsvæði í byggð?"

Sýningin „Reykjanesbær – Verndarsvæði í byggð?“ stendur nú sem hæst í Duus Safnahúsum en þar er m.a. kallað eftir tillögum frá íbúum varðandi framtíðarásýnd gamla bæjarins í Keflavík og annarra bæjarhluta. Í byrjun janúar var sex grunnskólabekkjum úr Keflavíkurskólunum boðið í heimsókn á sýninguna þar sem þeir fengu sérstaka leiðsögn og í framhaldi var óskað eftir að þeir veltu fyrir sér Keflavíkurtúninu og hvernig þeir sæju fyrir sér að það liti út í framtíðinni. Var þetta hugsað sem liður í því að vekja athygli barnanna á sínu nærumhverfi og fá þá til að velta því fyrir sér og að átta sig á þeim möguleika að þau geti raunverulega haft áhrif á það.
Lesa meira

Spennandi nemendaverkefni í grunnskólum Keflavíkur

í janúar erum við búin að fá skemmtilegar heimsóknir frá 6-8 bekkjum grunnskóla Keflavíkur til að taka þátt í verkefninu Verndarsvæði í byggð.
Lesa meira

Skessan skellti sér í jólafrí

Skessan í hellinum skrapp í jólafrí til frænkna sinna í Búrfelli og hefur því beðið okkur um að skila því til ykkar að hún verði ekki heima og hellirinn lokaður til 15. janúar. Skessan skilar kærri kveðju og hlakkar til að sjá ykkur sem flest á nýju ári.
Lesa meira

Jólin í Duus Safnahúsum

Það er búinn að vera sannkallaður jólaandi hjá okkur síðastliðinn mánuð með ýmsum viðburðum og uppákomum þar sem meðal annars var haldin föndurstund, jólatrésskemmtun og jólamarkaður.
Lesa meira

Viðburðarík helgi í Duus Safnahúsum

Síðastliðin helgi í Duus Safnahúsum var afar skemmtileg og viðburðarík. Á laugardeginum voru opnaðar tvær nýjar sýningar og menningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent og á sunnudeginum var listamannaleiðsögn og opið málþing.
Lesa meira

Vilt þú taka þátt í jólamarkaði Duus Safnahúsa?

Jólin, jólin, jólin koma brátt! Nú leitum við að þátttakendum í jólamarkaði sem haldinn verður helgina 2. og 3. des. í Duus Safnahúsum. Á sama tíma verður haldin jólatrésskemmtun í anda þeirrar sem haldin var á tímum Duusverslunarinnar. Það verður því sannkallaður jólaandi í Duus Safnahúsum þessa helgi.
Lesa meira

Opinn fundur um fjárveitingar til ríkisstofnana á Suðurnesjum

Opinn fundur var haldinn í Bíósal Duus Safnahúsa síðastliðinn fimmtudag þar sem farið var yfir úttekt á fjárveitingum til helstu stofnana ríkisins á Suðurnesjum í samanburði við sambærilegar stofnanir annarsstaðar á landinu.
Lesa meira

Skemmtileg heimsókn frá Heiðarskóla

Nemendur úr 2.bekk í Heiðarskóla komu fjúkandi inn um dyrnar í morgun og voru hin hressustu. Þau voru ljómandi ánægð með verkin hans Helga Hjaltalín og sömdu skemmtilegar sögur um fólkið í húsunum hans.
Lesa meira

Stauraskór og menning

Í gærmorgun fór fram starfsgreinakynning fyrir nemendur 8. og 10. bekkja grunnskólanna á Suðurnesjum í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þar voru samankomnir fulltrúar fjölmargra starfsgreina á svæðinu og víðar að til að kynna störf sín fyrir starfsfólki framtíðarinnar.
Lesa meira

Skessan skreppur í berjamó

Skessan í hellinum hefur ákveðið að bregða undir sig betri fætinum og smella sér í berjamó um helgina. Hún hefur því beðið okkur um að tilkynna að enginn verði heima og hellirinn læstur laugardag og sunnudag. Hún býður svo gestum og gangandi í lummur á Ljósanótt eins og vant er og hver veit nema hún bjóði upp á berjasultu ef berjatínslan gengur vel.
Lesa meira