Nýr forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar
Sigrún Ásta Jónsdóttir safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar lætur af störfum nú um mánaðamótin eftir 17 ára starf að safnamálum Reykjanesbæjar. Sigrún hefur átt sinn þátt í vexti og uppgangi menningar- og safnamála í bæjarfélaginu og þakkaði Menningarráð Reykjanesbæjar Sigrúnu vel unnin störf á síðasta fundi ráðsins.
Búið er ráða nýjan forstöðumann sem tekur við af Sigrúnu og heitir hann Eiríkur Páll Jörundsson. Eiríkur er með meistaragráðu í sagnfræði og er fyrrverandi forstöðumaður Sjóminjasafns Reykjavíkur og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Hann hefur því árlanga reynslu af safnastörfum en einnig hefur hann unnið sem blaðamaður og rithöfundur. Eiríkur var valinn úr hópi 12 umsækjenda og hefur hann störf 1.apríl.