Opinn fundur um fjárveitingar til ríkisstofnana á Suðurnesjum

Opinn fundur var haldinn í Bíósal Duus Safnahúsa síðastliðinn fimmtudag þar sem farið var yfir úttekt á fjárveitingum til helstu stofnana ríkisins á Suðurnesjum í samanburði við sambærilegar stofnanir annarsstaðar á landinu. Samanburðurinn sýnir að framlög ríkisins til verkefna á Suðurnesjum eru almennt lægri en til sambærilegra verkefna í öðrum landshlutum, þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa og ferðamanna til svæðisins. Hér má nefna löggæslu, atvinnuþróun, skóla- og heilbrigðismál. Samanburðurinn var unnin af ráðgjafafyrirtækinu Aton en  Dr. Huginn Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður.  Mikill fjöldi fólks var á fundinum og tóku margir til máls. 

Á heimasíðu Reykjanesbæjar má horfa á upptöku Víkurfrétta af fundinum og lesa niðurstöður Dr. Hugins Þorsteinssonar hjá Aton.