Spennandi nemendaverkefni í grunnskólum Keflavíkur

Fengum þessa flottu krakka í heimsókn úr 6. bekk Holtaskóla en undanfarnar tvær vikur höfum við fengið heimsóknir frá 6-8. bekkjum úr grunnskólum Keflavíkur. Komu þau til að skoða sýninguna Verndarsvæði í byggð sem opnaði í Gryfjunni 11 nóvember sl. Á sýningunni gefst íbúum kostur á að láta rödd sína heyrast og koma með tillögur um framtíðarásýnd gamla bæjarins og annarra svæða og var því 6-8. bekkjum boðið í heimsókn til að fræðast um sýninguna og koma með sínar tillögur að breytingum sem þau vilja sjá á Keflavíkurtúninu.

Krakkarnir munu svo kynna tillögur sínar á sérstökum fundi í Bíósal miðvikudaginn 31. janúar og verða þær síðan lagðar fram á sýningunni. Bæjarstjóra ásamt fleiri hagsmunaaðilum verður boðið til fundarins og verður spennandi að sjá framlag yngri kynslóðarinnar. Í febrúar verður öllum skólum í bænum boðið upp á sérstakar leiðsagnir um sýninguna.