Jólin í Duus Safnahúsum

 Það er búinn að vera sannkallaður jólaandi í Duus Safnahúsum síðastliðinn mánuð.  Í lok nóvember vorum við með föndurstund þar sem föndruð voru kramarhús, músastigar og jólahjörtu sem síðan voruð notuð til að skreyta salinn og jólatréið fyrir  jólatrésskemmtun sem haldin var í Stofunni 3. desember.  Fjölmargir snillingar komu og hjálpuðu okkur að skreyta salinn sem lítur stórglæsilega út. 

Jólatrésskemmtunin var haldin í anda gamla tímans þegar kaupmannsfrúin Ása Olavsen, eiginkona Ólafs Olavsens forstjóra og meðeiganda Duusverslunar bauð bæjarbúum á glæsilegar jólatrésskemmtanir sem haldnar voru frá aldamótunum og í um 20 ára skeið. Rifjaður var upp þessi 100 ára gamli viðburður og tók Ása sjálf á móti börnunum ásamt jólasvein af gamla skólanum sem hafði villst í bæinn á undan bræðrum sínum. Þessa sömu helgi vorum við einnig með jólamarkað í Bíósalnum þar sem ýmislegt handverk og varningur frá heimafólki var til sölu.  

Yfir aðventuna er hægt að fara í skemmtilegan ratleik og leita að gömlu jólasveinunum sem hafa falið sig hér og þar í Bryggjuhúsinu. Einnig er hægt að skrifa óskalista til jólasveinanna og setja í póstkassann  hjá Skessunni í hellinum en hún ætlar að koma óskalistunum til jólasveinanna.

 

Frú Ása Ólavsen, Ari og Skúli tóku á móti börnunum á jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsi

 

Að sjálfsögðu var dansað í kringum jólatréið

 

Duglegir föndrarar

 

Frá föndurstund í Stofunni

Frá jólamarkaði í Bíósal