06.10.2020
Ekki missa af þessari stórfenglegu sýningu Listasafns Reykjanesbæjar, Áfallalandslag.
Lesa meira
30.09.2020
Ekki þarf að fjölyrða um þá erfiðu stöðu sem nú blasir við íbúum Reykjanesbæjar þar sem atvinnuleysi í kjölfar Covid 19 hefur komið hvað harðast niður. Í slíku landslagi reynir á alla inniviði samfélagsins og allir verða að leggja hönd á plóg til að vinna gegn þeim áhrifum sem slíkt getur haft á líf og sál fólks.
Súlan - verkefnastofa vill leggja sitt af mörkum í þeirri viðleitni og hvetur íbúa til að halda uppi eins mikilli virkni og nokkur kostur er á. Liður í því verkefni er að bjóða upp á ókeypis aðgang til áramóta í öll söfn Reykjanesbæjar en þau eru Byggðasafn og Listasafn Reykjanesbæjar með aðsetur í Duus Safnahúsum og Rokksafn Íslands í Hljómahöll. Þá stendur atvinnulausum til boða ókeypis lánþegaskírteini í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Lesa meira
02.09.2020
Í Duus Safnahúsum leggjum við af stað inn í haustið með opnun tveggja kraftmikilla sýninga á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar og Listasafns Reykjanesbæjar. Sýningarnar marka upphaf vetrarstarfs húsanna og safnanna og gefa góð fyrirheit um líflegan og viðburðaríkan vetur.
Lesa meira
20.02.2020
Arnbjörg Drífa Káradóttir er með einkasýningu hjá Listasafni Reykjanesbæjar, mun safnið standa fyrir viðburði að því tilefni og kynnir samtal við listamanninn á sunnudaginn næstkomandi 23 febrúar 2020, klukkan 15:00.
Lesa meira
19.02.2020
Komið hefur í ljós að óveðrið s.l. föstudag olli talsverðum skemmdum við og í Skessuhelli og verður hellirinn því lokaður á meðan að viðgerð stendur yfir.
Lesa meira
05.02.2020
Nýtt starfsár safnsins hefst með opnun þriggja sýninga föstudaginn 7.febrúar kl. 18. Það telst til nokkurra tíðinda að aðalsýning safnsins samanstendur af verkum frá Safnasafninu á Svalbarðsströnd en safnið fagnar í ár 25 ára afmæli sínu með ýmsum hætti.
Lesa meira
27.11.2019
Sunnudaginn 1. desember frá kl. 14 – 16 er fjölskyldum boðið að stíga út úr amstri hversdagsins og njóta þess að koma saman í jólastofunni í Bryggjuhúsi þar sem búin verða til kramarhús, jólahjörtu og músastigar og salurinn skreyttur. Þar er einnig upplagt tækifæri til að taka jólamyndir af börnunum í jólastofunni. Aldrei að vita nema jólasveinn af gamla skólanum kíki í heimsókn :-)
Lesa meira