Vilt þú taka þátt í jólamarkaði Duus Safnahúsa?

Jólin, jólin, jólin koma brátt!
Nú leitum við að þátttakendum í jólamarkaði sem haldinn verður helgina 2. og 3. des. í Duus Safnahúsum. Á sama tíma verður haldin jólatrésskemmtun í anda þeirrar sem haldin var á tímum Duusverslunarinnar. Það verður því sannkallaður jólaandi í Duus Safnahúsum þessa helgi.