Fréttir Duus Safnahúsa

Vinningsmyndirnar úr ljósmyndasamkeppni Listasafns Reykjanesbæjar

Ljósmyndasýninginunni Eitt ár á Suðurnesjum er afrakstur samkeppni sem Listasafn Reykjanesbæjar stóð fyrir. Öllum var boðið að senda inn myndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru á Suðurnesjum á einu ári og bárust alls 350 myndir. Sex ljósmyndir sigruðu og fóru í hópinn „Bestu myndirnar“. Að auki gátu safngestir kosið vinsælustu ljósmyndina á sýningunni.
Lesa meira

Ljósanætursýningunum fjórum lýkur um helgina

Sunnudaginn 4. nóv lýkur sýningunum Eitt ár á Suðurnesjum, Eitt ár í Færeyjum, Endalaust og ...Svo miklar drossíur. Einnig liggja fyrir úrslit vinsælustu ljósmyndarinnar á sýningunni Eitt ár á Suðurnesjum en yfir sýningartímann gátu safngestir valið sína uppáhaldsmynd og bárust alls 607 atkvæði.
Lesa meira

Lokað vegna kvennafrídags

Duus Safnahús verða lokuð 24. okt vegna kvennafrídagsins.
Lesa meira

Duusgata lokuð vegna framkvæmda

Duusgata verður lokuð vegna framkvæmda við hringtorg (Duustorg) miðvikudaginn 17. október og fimmtudaginn 18. október. Komast má að safninu að ofanverðu (meðfram Grófinni) og leggja í bílastæði við aðalinngang safnsins.
Lesa meira

Ljósanætursýningar í Duus Safnahúsum

Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt.
Lesa meira

Súlan - Menningarverðlaun Reykjanesbæjar

Eftirmynd af Súlunni, menningarverðlaunum Reykjanesbæjar sett upp við suðurgafl Duus Safnahúsa.
Lesa meira

Sumarsýningar og sjómannadagsmessa

Unnið hefur verið að uppsetningu sumarsýninga Duus Safnahúsa undanfarna daga en opnaðar verða fjórar nýjar sýningar föstudaginn 1. júní kl. 18.00. Einnig verður haldin sjómannadagsmessa á sunndaginn í Bíósalnum.
Lesa meira

Sumarsýningar Duus Safnahúsa opnaðar 1. júní

Sumarsýningar Duus Safnahúsa verða opnaðar föstudaginn 1. júní. Sýningarnar eru opnaðar í tilefni 15 ára afmælis Listasafns Reykjanesbæjar og 40 ára afmælis Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Sumaropnunartími Upplýsingarmiðstöð ferðamála

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Duus Safnahúsum hefur tekið upp sumaropnunartíma frá og með 15. maí.
Lesa meira

„Börn um víða veröld“ á Listahátíð barna í Reykjanesbæ

Listahátíð barna í Reykjanesbæ verður sett með pompi og prakt í þrettánda sinn fimmtudaginn 26. apríl. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 6 grunnskólanna, Tónlistarskólans, dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Lesa meira