Sumarsýningar og sjómannadagsmessa
Það er búið að vera nóg að gera í Duus Safnahúsum undanfarna daga. Unnið hefur verið að uppsetningu sumarsýninganna en opnaðar verða fjórar nýjar sýningar föstudaginn 1. júní kl. 18.00.
Listasafn Reykjanesbæjar opnar í tilefni 15 ára afmælis safnsins þrjár sýningar. Verkin á sýningunum þremur koma öll úr safneigninni og hafa flest komið inn á síðustu árum. Verkin eru af margvíslegu tagi, s.s. olíuverk, vatnslitamyndir, skúlptúrar og grafík og eru eftir tæplega 60 samtíma listamenn.
Þá opnar Byggðasafn Reykjanesbæjar sýninguna "Hlustað á hafið" en safnið verður 40 ára síðar á árinu. Sýningin fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við sjóinn og fórnir þeirra við að ná í gull hafsins, sem öllu máli skipti fyrir lífsafkomuna.
Bátafloti Gríms Karlssonar er á sínum stað í Bátasalnum en þar má sjá yfir 100 bátalíkön smíðuð af Grími.
Á sunnudaginn verður síðan haldin sjómannadagsmessa í Bíósalnum kl. 11. Það verður því sannkallað sjómannaþema hér um helgina og að sjálfsögðu er íslenska fánanum flaggað í því tilefni en slökkviliðið kom hér í dag dró fána að húni flaggstangar á þaki Bryggjuhússins.