Duusgata lokuð vegna framkvæmda

Duusgata verður lokuð vegna framkvæmda við hringtorg (Duustorg) miðvikudaginn 17. október og fimmtudaginn 18. október. Komast má að safninu að ofanverðu (meðfram Grófinni) og leggja í bílastæði við aðalinngang safnsins.