Vinningsmyndirnar úr ljósmyndasamkeppni Listasafns Reykjanesbæjar

 Ljósmyndasýningin Eitt ár á Suðurnesjum er afrakstur samkeppni sem Listasafn Reykjanesbæjar stóð fyrir. Öllum var boðið að senda inn myndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru á Suðurnesjum á einu ári og bárust alls 350 myndir. Sex ljósmyndir sigruðu og fóru í hópinn „Bestu myndirnar“, þær áttu ljósmyndararnir Guðmundur Magnússon , Ólafur Harðarson, Jón Óskar Hauksson, Haukur Hilmarsson og Hilmar Bragi Bárðarson en 30 aðrar myndir fengu sérstaka viðurkenningu sem góðar ljósmyndir.
Safngestir gátu einnig kosið vinsælustu ljósmyndina á sýningunni og voru atkvæðin samtals 607. Úrslitin voru þessi:
1. sæti Stóri Hólmur, ljósmyndari Jón Óskar Hauksson
2. sæti Vitinn í storminum, ljósmyndari Sigurþór Sumarliðason
3. sæti Skessuhellir í klakaböndum, ljósmyndari Hilmar Bragi Bárðason

Við óskum vinningshöfunum hjartanlega til hamingju með þessar glæsilegu myndir.