Ljósanætursýningar í Duus Safnahúsum

Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt.

Listasafn Reykjanesbæjar opnar eftirfarandi sýningar:

Eitt ár á Suðurnesjum. Ljósmyndasýning sem er afrakstur samkeppni sem safnið stóð fyrir. Öllum Suðurnesjamönnum var boðið að senda inn myndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru á Suðurnesjum á einu ári, nánar til tekið frá 17. júní 2017 til 17. júní 2018.  350 myndir bárust og eru þær allar til sýnis, ýmist útprentaðar eða á skjám í Listasal Duus Safnahúsa. Úrslit kynnt við opnun.

Eitt ár í Færeyjum.  Ljósmyndasýning sem er afrakstur samkeppni sem Norræna húsið í Færeyjum stóð fyrir.  Öllum Færeyingum var boðið að senda inn myndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru í Færeyjum á einu ári, nánar tiltekið frá flaggdeginum 2016 til flaggdagsins 2017.    Vinningsmyndirnar 12 má sjá útprentaðar í Bíósal Duus Safnahúsa ásamt öðrum innsendum myndum á skjám.

Endalaust. Samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og Handverks og hönnunar og inniheldur verk úr endurunnum efnivið. Um er að ræða fjölbreytt og ólík viðfangsefni og koma 20 hönnuðir að sýningunni.

Útilistaverkið Súlan afhjúpað. Í tilefni afmælis þriggja safna bæjarins árið 2018, ákvað bæjarstjórn að Súlan, listaverk eftir Elísabetu Ásberg sem afhent hefur verið í áraraðir sem menningarverðlaun bæjarins, verði stækkuð og sett upp við Duus Safnahús.

Þá opnar Byggðasafn Reykjanesbæjar sýninguna ...Svo miklar drossíurSilver Cross barnavagnar hafa verið vinsælir á Íslandi í langan tíma.  Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafns Reykjanesbæjar og Thelmu Björgvinsdóttur, sem hefur rannsakað og kynnt sér sögu vagnanna hér á landi. Á sýningunni verður fjöldi glæsilegra vagna frá ýmsum tímum, auk fjölda ljósmynda af vögnum í notkun.

Bæjarstjóri, Kjartan Már Kjartansson, opnar formlega allar sýningarnar fimmtudaginn 30. ágúst kl.18:00. Boðið er upp á lifandi tónlist og léttar veitingar. Sýningarnar standa til 4. nóvember.
 
Safnið er opið alla daga 12.00-17.00.