Einar Lars Jónsson (Larz) - Listamannaspjall - Síðasta sýningarhelgin 20-22. ágúst

Síðasta sýningarhelgin sumarsýninga í Bíósal. Einar Lars Jónsson (Larz) verður á svæðinu með Listamannaspjall í Bíósal Duus Safnahúsa næstkomandi laugardag 21. ágúst frá klukkan 14-17.

Sýningin er opin alla helgina frá 12 -17

Ókeypis er á safnið  alla helgina.

Einar Lars (f. 1978) hefur haft áhuga á listrænni ljósmyndun í 15 ár og sýnir ljósmyndir úr sýningunni Hugmynd|Perception. Á þessu ári hefur myndefnið einnig verið sýnt í Gallery Grástein og eins verður það sýnt í Galleríi í miðbæ Stokkhólms í desember 2021.

Myndirnar eru sýn í efnisheiminn allt í kringum okkur. Þar sem litir, form og áferð eru í aðalhlutverki. Myndirnar eru kraftmiklar með vott af dulúð og eiga að hreyfa við ímyndunarafli sjáandans. Þær eru teknar víða þó mestmegnis á Suðurnesjum.
Einar Lars lauk B.A. í heimspeki frá Háskóla Íslands, hann var eitt ár í Feneyjum og nam þar við Ca´Foscari háskólann bæði ítölsku og heimspeki. Síðasta áratug hefur Einar Lars starfað sem knattspyrnuþjálfari og er með UEFA A og UEFA Elite þjálfaragráður.

www.larz.is