Heilsu og forvarnarvikan Taktu skrefið

Taktu skrefið og komdu í heimsókn til okkar í Duus Safnahús að loknum vinnudegi, fimmtudaginn 7.október kl. 17-19. Að hafa nærandi áhugamál er ein besta forvörnin. Íbúar Reykjanesbæjar hafa aðgang að samtímalist og sögu í túninu heima. Notum það og njótum þess.
Sæktu þér innblástur og andlega næringu fyrir helgina með heimsókn á nýjar sýningar Listasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Safnstjórar og starfsfólk safnanna taka vel á móti gestum.
Ókeypis aðgangur á þennan viðburð.