Sjómannamessa í Duus Safnahúsum 6. júní

Sjómannamessa 6.júní 
Duus Safnahús

Sjómannamessa verður í Bíósal á vegum Keflavíkurkirkju á sjómannadaginn 6.júní kl.11.00. Sr. Erla Guðmundsdóttir messar. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja við stjórn og undirleik Arnórs Vilbergssonar organista. Safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar kynnir sýninguna Fast þeir sóttu sjóinn – Bátasafn Gríms Karlssonar. Í lok dagskrár verður  lagður krans við minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu.