Ljósmynd dagsins

Ljósmynd dagsins 08.04.2020

Myndir dagsins eru frá Torfærukeppni Stakks. Við látum fylgja með glefsur úr grein eftir Guðmann Héðinsson sem birtist í Faxa 1 mars 1988 í tilefni af 20 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Stakks. Myndirnar eru frá keppninni sem var 1973 og ljósmyndarinn var Heimir Stígsson.

TORFÆRIIKEPPNI STAKKS

Fljótlega eftir stofnun sveitarinnar fóru félagar að huga að fjáröflun fyrir sveitina. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur B.I.K.R. hafði haldið að minnsta kosti tvær jeppakeppnir í Reykjavík og nú stakk einhver upp á að halda að minnsta kosti tvær jeppakeppnir í fjáröflunarskyni. Ákveðið var að prófa þetta enda stóð þetta félögum sveitarinnar næst, en þeir voru alræmdir jeppa- og fjallamenn. Velviljaðir landeigendur við Grindavík lánuðu land undir keppnina og þar hefur hún verið haldin allar götur síðan 1969 fyrir utan 1970, en þá féll hún niður vegna anna eða annarra orsaka.

Keppnisreglur vonu unnar upp úr reglum B.I.K.R. og hafa síðan verið að þróast í gegnum árin. Allar götur síðan hefur Björgunarsveitin Stakkur verið leiðandi í torfæruakstri hér á landi og eftir að aðrir fóru að halda keppnir hefur alltaf verið litið á jeppakeppni Stakks sem einskonar „DERBY“ -jeppakeppnanna. Í gegnum tíðina hafa allar nýjungar orðið til hjá Stakk. Drullugryfjan, ísgryfjan, stauraakstur og tímaþrautin, allt þrautir sem við höfum verið að þróa í gegnum árin.

Fyrstu árin voru jeppakeppnirnar mjög frumstæðar miðað við í dag en þær þróuðust ár frá ári. Árið 1971 þótti rosalegt að vera á Willys með V-6 og 750-16 dekk, ég tala nú ekki um, ef þau voru átta strigalaga. Árið 1977 var engin jeppi alvörutæki nema hann væri með áttu og bæði drif splittuð með skófludekk að aftan.

Ég sé hann [Harta] ennþá fyrir mér í gallabuxum á skyrtunni með uppbrettar ermar með eldspýtu í munnvikinu . Þetta var stællinn í þá daga og ekki var verra að vera vel skítugur á höndunum. Og svo bara ók hann upp með stæl. „Rosalegt". Árið eftir kom Rúnar á Willys Overland diesel og auðvitað í köflóttri skyrtu með uppbrettar ermar og stal bikarnum af Harta. Það er í fyrsta og eina skiptið sem diesel-bíll vinnur keppnina hjá okkur. ... Ég fattaði það ekki fyrr en löngu seinna, að í þeirra huga var það ekki Willys Overland sem var að vinna keppnina heldur Dodge Weapon diesel. Svo var það sjoppan, auðvitað varð að hafa sjoppu. Alveg lágmark að þeir sem svindluðu sér inn fengju að eyða peningunum í sjoppunni.

Annars er um að gera ð farainn á tímarit.is og skoða Faxa og fásagnirnar þar af jeppakeppni Björgunarsveitarinnar Stakks.

https://timarit.is/page/5186927?iabr=on#page/n36/mode/2up/search/jeppakeppni%20stakks

Helgi Biering tók saman