Jólatré og föndur

Verið velkomin í Bíósal Duus safnahúsa á aðventunni og njótið þess að föndra í notalegri stemmningu. Til sýnis verða jólatré úr safneign Byggðasafns Reykjanesbæjar og hægt er að taka ljósmynd við bakgrunn í anda ársins 1900. Duus safnahús eru opin alla daga frá 12-17.