Húsnæði

 

 Bryggjuhúsið

 Duushús Safnahús
Á miðhæð Bryggjuhússins er grunnsýning safnsins . 
Einnig eru skammtímasýningar á vegum safnsins í  öðrum sölum húsanna.

Nánari upplýsingar um sögu húsanna

Nánari upplýsingar um grunnsýninguna

 

 Rammi

Safnamiðstöð Reykjanesbæjar í Rammanum

Varðveisluhús fyrir menningarminjar bæjarins eru í Ramma í Innri-Njarðvík  og þar eru jafnframt aðalstöðvar Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Nánari upplýsingar

 

Innri-Njarðvík 

Innri-Njarðvík

 Húsið Innri-Njarðvík er byggt árið 1906. Í húsinu er sýning um heimili Jórunnar Jónsdóttur, síðasta ábúandans. Húsið er opið samkvæmt samkomulagi.

Nánari upplýsingar

 

 Stekkjarkot

Stekkjarkot

Stekkjarkot er endurgerð þurrabúð og gefur hugmynd um bústaði sem algengir voru á þessum slóðum í eldri tíð. Húsið er opið samkvæmt samkomulagi.

 Nánari upplýsingar

 

Vatnsnes

 Bjarnfríður Sigurðardóttir ákvað að gefa Keflavíkurbæ íbúðarhúsið og lóðina í kringum það til að reka þar safn eftir hennar dag. Þessi höfðinglega gjöf varð upphafið að rekstri Byggðasafnsins sem stofnað var af sveitarfélögunum Keflavík og Njarðvík árið 1978. Safnið var svo opnað almenningi í húsinu árið 1979. Lengst af var Vatnsnesið aðalstöðvar safnsins, þar voru skrifstofur þess, geymsla muna, ljósmynda og skjala auk þess sem sýningar voru á mið- og rishæð. Húsið er nú notað sem vinnustofur lista- og handverksfólks.

Nánari upplýsingar