Fræðslustarf
Á sýningum safnsins er áhersla lögð á aðgengilegan fróðleik um söguna á íslensku og ensku. Við tökum líka á móti hópum til leiðsagnar á sýningum safnsins ef beðið er um það.
Skólahópar eru ávallt velkomnir í almenna leiðsögn við bjóðum leikskólahópa sérstaklega velkomna í Duushúsin á aðventunni til að kynnast jólasveinunum 13, foreldrum þeirra og jólakettinum með sérstaka áherslu á að kynna þeim uppvaxtartíma jólasveina, þegar fólkið bjó í torfbæjum.
Við lánum leikskólum líka nokkra gamla gripi til að skoða á þorranum.
Stekkjarkot er endurgerð þurrabúð og geta skólar fengið lánaðan lykil að kotinu í allt að viku í senn á vetrartíma.