Skjalasafn

Skjalasöfnum er skipt í tvo meginflokka, annars vegar opinber skjöl, t.d. sveitarstjórna og stofnanna á þeirra vegum og hins vegar, einkaskjöl sem varða t.d. fyrirtæki, félög og einstaklinga.

Byggðasafnið hefur um áratugaskeið safnað einkaskjölum. Nú er unnið að því að skipuleggja þann þátt m.a. með því að skrá þau á vef Þjóðskjalasafnsins, einkasafn.is.