Skjalasafn

Skjalasöfnum er skipt í tvo meginflokka, annars vegar opinber skjöl, t.d. sveitarstjórna og stofnanna á þeirra vegum og hins vegar, einkaskjöl sem varða t.d. fyrirtæki, félög og einstaklinga.

Byggðasafnið heldur utan um varðveitt skjöl bæjarins þar til að þau verða send samkvæmt lögum þar um á Þjóðskjalasafn Íslands. Við getum veitt ákveðna þjónustu vegna þessara skjala en skoða verður hvert mál fyrir sig.

Byggðasafnið hefur um áratugaskeið safnað einkaskjölum, nú er unnið að því að skipuleggja þann þátt m.a. með því að skrá þau á vef Þjóðskjalasafnsins, einkasafn.is.

Best er að senda beiðni um upplýsingar eða aðra þjónustu í tölvupósti: skjalasafn@reykjanesbaer.is, einnig er hægt að hringja í safnstjóra s. 420 3240 eða 865 6160