Reglur um útlán safngripa

 1. gr.

Safninu er heimilt að lána tímabundið safngripi til annarra safna eða stofnana, á sýningar eða til rannsókna, sbr. 15. gr. safnalaga nr. 141/2011. Gerður skal samningur á milli stofnananna um lánið. Ekki er heimilt að lána einstaklingum gripi.

2. gr.

Safnstjóri tekur ákvörðun um útlán safngripa. Þegar um er að ræða lán til erlendra safna á safngripum sem falla undir lög um skil menningarverðmæta til annarra landa nr. 57/2022 skal vísa málinu til Minjastofnunar Íslands í samræmi við lög um menningarminjar nr. 80/2012.

3. gr.

Skrifleg beiðni um útlán gripa skal berast safninu með að lágmarki 3 mánaða fyrirvara.

4. gr.

Sýningarhúsnæði og sýningarbúnaður lántaka þarf að uppfylla kröfur um öryggi. Í því felst m.a. að viðurkennt bruna- og þjófavarnakerfi sé til staðar. Einnig þurfa aðstæður að uppfylla skilyrði sem sett eru um birtu- og hitastig og rakamagn í andrúmslofti.

5. gr.

Öll meðferð gripa skal miða að því að tryggja varðveislu þeirra. Lánþega er óheimilt að hreyfa á nokkurn hátt við gripum sem hann hefur að láni svo sem með hreinsun, merkingu, festingu eða öðru þess háttar. Starfsmenn Byggðasafns Reykjanesbæjar pakka lánsgripum til flutnings. Komi í ljós að gripir hafi skemmt við flutning skal það tilkynnt tafarlaust til safnsins. Eins skal safninu tilkynnt án tafar ef ástand grips eða sýningastaðar breytist á lánstímanum. 6. gr. Þegar við á getur Byggðasafn Reykjanesbæjar krafist þess að lántaki tryggi muni fyrir þjófnaði og skemmdum á meðan á flutningi og láni stendur. Byggðasafn Reykjanesbæjar ákveður tryggingafjárhæðina sem er trúnaðarmál á milli safnsins og lánþega. Afrit tryggingabréfs skal liggja fyrir áður en gripur er afhentur.

7. gr.

Við sérhvert lán safngripa skal gerður lánssamningur þar sem tilgreint er heiti safngrips, skráningarnúmer, ábyrgðarmaður hjá lánsstofnun, lánstími, flutningsaðferð og tryggingar þegar við á. Samningurinn er gerður í tvíriti og skulu fulltrúar Byggðasafns Reykjanesbæjar og lántakanda kvitta á hann við útlán og skil. Gripum fylgir ástandsskýrsla þar sem tilgreindar eru kröfur um skilyrði á sýningarstað. Í ástandsskýrslunni skulu fulltrúar Byggðasafns Reykjanesbæjar og lántaka kvitta við afhendingu og við skil á grip.

8. gr.

Lánþega er óheimilt að ljósmynda eða gera aðrar eftirmyndir af gripum sem hann hefur fengið að láni nema sérstaklega sé um það samið.

9. gr.

Allur kostnaður við útlán skal greiddur af lánþega, svo sem kostnaður við tryggingar, afgreiðslu, pökkun og flutning auk forvörslu.

10. gr.

Við brot lánþega á reglum þessum eða við breyttar aðstæður á sýningarstað er Byggðasafni Reykjanesbæjar heimilt að afturkalla lán umsvifalaust.

 

Samþykkt í Menningar- og atvinnuráði Reykjanesbæjar 16. mars 2022