Reglur um útlán safngripa

1.gr

Lánþegi undirritar þar til gerðan lánssamning og gengst þar með undir eftirfarandi skilmála

  1. Lánsþega ber að gæta að varðveislu lánaðra gripa í samræmi við leiðbeiningar og tilmæli forstöðumanns Byggðasafnsins.
  2. Forstöðumaður Byggðasafnsins getur innkallað safngripi tafarlaust ef hann telur að varðveisla þeirra sé í hættu
  3. Forstöðumaður eða starfsmaður Byggðasafnsins eiga ávallt að hafa aðgengi að lánuðum gripum.
  4. Fara ber eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja útláni varðandi alla umsýslu lánsgripa
  5. Með öllu er óheimilt að nota nokkur efni á lánsgripi nema að höfðu samráði við forstöðumann, þetta á til að mynda við um þvottalegi, lím, kennaratyggjó og túss.
  6. Með öllu er óheimilt að negla í, líma á eða hefta í lánsgripi.
  7. Óheimilt er að nota lánsgripi með öðrum hætti en tilgreint er í lánssamningi.
  8. Lánsþega ber að skila lánsgripum á tilgreindum tíma.
  9. Lánsþegi ber allan kostnað sem fellur til vegna útlánsins og einnig ef kostnaður verður til vegna skemmda á grip sem rekja má til vanræskslu lánsþega.

 2.gr

Safngripur telst það vera sem er skráð á safnnúmer í safnskrá safnsins, td efnislegir hlutir, ljósmyndir, filmur o.s.frv.

3.gr

Það telst útlán þegar skráður safngripur er lánaður til aðila utan húsnæðis Byggðasafnsins, hvort sem er til skemmri eða lengri tíma.

4.gr

A. Skammtímalán: Safngripur er lánaður í nokkra daga, til dæmis til myndatöku, eftirtöku, vegna uppákomu eða fræðslustarfs skóla.

B. Langtímalán: Safngripur er lánaður til nokkurra mánaða eða ára, þó aldrei lengur en 5 ár í senn. Safngripir eru ekki lánaðir í langtímalán nema í miðlunarskyni, þ.e.       vegna sýninga eða fræðslustarfs.

5.gr

Skammtímalán eru heimil án takmarkana enda metur forstöðumaður hæfi lánsbeiðanda til að uppfylla skilyrði í lánssamningi. Langtímalán eru einungis heimil til annarra safna eða viðurkenndra stofnana. Leyfi verður að berast frá stjórnarnefnd safnsins ef lána á gripi til langs tíma til aðila sem hafa aðsetur utan bæjarmarka Reykjanesbæjar.

6.gr

Heimilt er að endurskoða reglurnar ef þörf þykir.

Samþykkt í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði 9. október 2004.

Staðfest í bæjarstjórn 2. nóvember 2004.