Hlustað á hafið

Hlustað á hafið

“ Þegar ég kem út á nóttunni þá tek ég alltaf eftir því hvaðan hljóðin koma og hvernig þau eru. Það er aðalatriðið en þar næst er sjávarlagið og útlit hafsins.“ Bjarni formður í Höfnum.

Sumarsýningin fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við hafið umhverfis Reykjanesið. Sýningunni er ætlað að veita örlitla innsýn í þann heim sem hafið var, stundum blítt og létt, en kannski oftar úfið og krafðist reglulega mannfórna.  Á sýningunni er m.a. tveggja manna far í fullri stærð sem smíðað var eftir fyrstu nákvæmu teikningunni af slíkum bát frá 1772. 

Þessi sýning er sú fyrri af tveimur sem sett verður upp á 40 ára afmæli safnsins og verður opin til 19. ágúst 2018, sú seinni verður opnuð í nóvember.