FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI

Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýningu í samvinnu við MULTIS.

Aðstandendur verkefnisins eru: Helga Óskarsdóttir, Ásdís Spanó og Kristín Jóna Þorsteinsdóttir.

MULTIS sérhæfir sig í kynningu, útgáfu og sölu á fjölfeldum íslenskra samtímalistamanna og er markmið MULTIS að gera list aðgengilega almenningi og bjóða upp á myndlist eftir listafólk í fremstu röð íslenskrar samtímalistar.

Á sýningunni FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI er sjónum beint að verkum tuttugu og níu samtímalistamanna sem hafa til lengri eða skemmri tíma unnið að gerð fjölfelda (Multiple). Til þess að listaverk geti fallið undir þá skilgreiningu, þurfa verkin að vera gerð í þremur eða fleiri eintökum.

Listamenn sem eiga verk á FJÖLFELDI - HLUTFELDI – MARGFELDI eru: Einar Örn Benediktsson, Gjörningaklúbburinn, Guðjón Ketilsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ívar Valgarðsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Karlotta Blöndal, Magnús Helgason, Magnús Pálsson, Pétur Magnússon, Ragnheiður Gestsdóttir, Steingrímur Eyfjörð, Tumi Magnússon, Þór Sigurþórsson, Þórdís Jóhannesdóttir, Baldur Geir Bragason, Davíð Örn Halldórsson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Kristín Eiríksdóttir, Logi Leo Gunnarsson, Helgi Þórsson, Lilja Birgisdóttir, Sara Riel, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Hulda Rós Guðnadóttir, Þórdís Erla Zoega.