Boðflenna - einkasýning Snorra Ásmundssonar
Snorri Ásmundsson opnar einkasýningu sína, Boðflennu, í Lisasafni Reykjanesbæjar miðvikudaginn 17. maí, kl. 18:00 – 20:00.
Hver man eftir forsetaframboðinu 2004? Vinstri Hægri Snú framboðinu? Kattaframboðinu? Besta píanóleikara Evrópu? Fjallkonunni? Listasafn Reykjanesbæjar ætlar að ramma inn og færa persónu- og myndsköpun Snorra í ákveðinn farveg sem mun auka skilning almennings á gagnrýninni samfélagslegri gjörningalist á Íslandi.
Sýningarstjóri Helga Þórsdóttir. Aðstoðarsýningarstjórar Iðunn Jónsdóttir og Helga Arnbjörg Pálsdóttir.
Hlökkum til að sjá ykkur, verið velkomin!
Sýningin Boðflenna mun standa til og með 20. ágúst 2023.