"A Camera Painting Event" - Myndlistagjörningur í Listasal

Myndlistarmaðurinn Stephen Lárus Stephen stendur fyrir myndlistargjörningi í listasal á sunnudaginn. Sjálfur kallar hann viðburðinn "A Camera Painting Event" og munum við sjá listamanninn að störfum með lifandi módel þar sem ýmsar uppstillingar verða reyndar. Um viðburðinn segir Stephen sjálfur: "This project centres on my interest in the use of optics throughout the history of painting, and also the ways in which photography influences this." Viðburðurinn er öllum opinn og er hluti af dagskrá Safnahelgar á Suðurnesjum.