Sjómannadagurinn í Reykjanesbæ 2016

Sjómannamessa verður í Bíósal Duus Safnahúsa á vegum Ytri-Njarðvíkurkirkju á sjómannadaginn 5.júní kl.11.00. Sr. Baldur Rafn messar. Safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar kynnir sýningar í Duus Safnahúsum og aldraðir sjómenn stíga á stokk og segja frá. Í lok dagskrár verður  lagður krans við minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu. 

Sjómannadagstilboð á súpu á Kaffi Duus eftir messu.