Úlfatími

Sara Vilbergsdóttir  og Svanhildur Vilbergsdóttir

Ný sýning Duo-systra opnar föstudaginn 10.febrúar kl. 18.00

„Tíminn milli nætur og dagrenningar. Tíminn þegar flestir deyja, þegar svefninn er hvað dýpstur og martraðir raunverulegastar. Þá sækir mestur ótti að þeim sem ekki geta sofið, og bæði draugar og drýsildjöflar fara mikinn. Flest börn fæðast einnig á Úlfatíma.“

Þessi orð sænska kvikmyndaleikstjórans Ingmar Bergmann  urðu systrunum Söru og Svanhildi Vilbergsdætrum kveikjan að nýjustu verkum sínum sem sjá má á sýningu Listasafns Reykjanesbæjar sem ber einmitt heitið Úlfatími.  Þær systur eru þekktar fyrir litskrúðug verk sín sem segja endalausar sögur, bæði þessa heims og annars og nú bregður við nýjum tóni sem ekki hefur sést áður.  Sara og Svanhildur mála sem fyrr saman, sömu verkin og á sýningunni Úlfatími má sjá 20 olíuverk sem flest eru ný og hafa ekki sést áður. Sýningin stendur til 23.apríl og verða þær systur með leiðsögn sunnudaginn 12.mars kl. 15.00. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson.