Hér sit ég og sauma
Byggðasafn Reykjanesbæjar opnar nýja sýningu fimmtudaginn 1. september kl. 18 í Duus safnahúsum. Sýningaropnunin er hluti af dagskrá Ljósanætur.
Sýningin ber heitið Hér sit ég og sauma. Byggðasafnið varðveitir yfir 60 saumavélar, þar á meðal saumavél sem framleidd var á árunum 1860-1870. Líklega er um að ræða eina af elstu saumavélum landsins.
Fatasaumur var eitt af verkefnum kvenna á árum áður og var saumaskapur mikilsmetið handverk. Tilkoma saumavélarinnar olli byltingu og sagt var að saumavél gæti sparað eina vinnukonu. Sumar konur urðu þekktar fyrir saumaskap sinn og gerði saumavélin þeim kleift að afla tekna.