Fullt hús af brúðum
Nú stendur yfir í Stofunni í Duus Safnahúsum sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar á merku leikfangasafni Helgu Ingólfsdóttur. Helga hóf söfnun á brúðum fyrir margt löngu og í framhaldinu margskonar leikföngum öðrum sem flestir ættu að þekkja vel úr æsku.
Hún færði Byggðasafninu brúðusafnið að gjöf árið 2007 og heildarsafnið nokkrum árum síðar. Leikfangasafn hennar hefur ekki verið sýnt í heild sinni áður, en safnið er líklega það stærsta sinnar tegundar hér á landi. Markmiðið með sýningunni er ekki síst að sýna hversu yfirgripsmikið leikfangasafnið og í raun ótrúlegt að ein manneskja hafi náð að safna öllum þessum leikföngum saman.
Helga vann í mörg ár að söfnun brúða og leikfanga og hélt því áfram í mörg ár eftir að hún gaf Byggðasafninu brúðusafnið árið 2007. Enda sagði hún í viðtali það sama ár: „Þetta er náttúrulega ástríða. Svona ástríða deyr ekki svo glatt.“
Helga var menntuð sem þroskaþjálfi og var m.a. forstöðumaður leikfangasafns Þroskahjálpar Suðurnesja á árunum 1994 til 1996. Þá vann hún við sérkennslu í Myllubakkaskóla í Keflavík á árunum 1996 til 2005 en lengst af vann hún á ýmsum heilsustofnunum hér á landi. Helga hélt nokkrar sýningar á leikföngum sínum á meðan hún lifði, m.a. í húsinu við Dráttarbrautina ofan við Duus Safnahús þar sem ennþá má ennþá lesa Leikfangasafn Helgu við hliðina á Duus Handverki.
Hér að neðan eru tenglar á tvö viðtöl við Helgu, annars vegar viðtal sem birtist á Vísi árið 2007 og hins vegar viðtal sem birtist í Víkurfréttum í mars 2016 þegar hún opnaði leikfangasýningu í Virkjun á Ásbrú. Þar talar um söfnunarástríðuna og mikilvægi leikfanga í sögunni og fyrir þorska barna.
Víkurfréttir 11. mars 2016:
https://www.vf.is/mannlif/leikfong-eru-stor-hluti-af-sogunnile
Vísir 17. júní 2007:
http://visir1.365cdn.is/g/2007106170064/med-fullt-hus-af-brudum