Endurlit/Hindsight

Í tilefni Ljósanætur 2023 opnar sýning Lindu Steinþórsdóttur, Endurlit/Hindsight, fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 - 20:00 í Bíósal Duus Safnahúsa í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar.

Það er mikill fengur í að fá Lindu Steinþórsdóttur til að sýna í Bíósal Duus Safnahúsa. Listamaðurinn hefur alið flest sín fullorðins ár í Austurríki og því gefst íbúum Reykjanesbæjar ekki oft færi á að njóta myndverka Lindu í uppeldisbæ hennar.

Endurlit/Hindsight mun standa yfir til 30. nóvember 2023.