Ásjóna - íbúar bæjarins í gegnum tíðina
Sýningin byggist upp af myndum sem hafa borist safninu í upprunalegum römmum. Þær eiga það sameiginlegt að sýna fólk sem hefur búið á því svæði sem tilheyrir Reykjanesbæ. Elstu myndirnar eru líklega um 140 ára gamlar en þær yngstu teknar fyrir 20 árum. Myndir sem fá þann sess að vera settar í ramma og hafðar til sýnis hafa yfirleitt ákveðið gildi í augum eigandans. Þær sýna gjarnan ástvini sem eru fjarri eða eru teknar við tímamót í lífinu. Væntumþykja, stolt eða söknuður eru meðal þeirra tilfinninga sem eru tjáð með þessum hætti.
Sýningin er í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa, Duusgötu 2-8. Opið alla daga frá 12-17.