Úlfatími: Opnun nýrrar sýningar Duo-systra

Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýningu á verkum systranna Söru Vilbergsdóttur  og Svanhildar Vilbergsdóttur í listasal Duus Safnahúsa föstudaginn 10.febrúar kl. 18.00. Sýningin ber heitið Úlfatími og þar má sjá litrík málverk sem segja sögur. Listakonurnar vera með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 12. mars kl. 15:00 en sýningin stendur til 23. apríl 2017.